Haukur Ingi og Helgi Þór


SOGA-námið er sköpunarverk Dr. Hauks Inga Jónassonar og Dr. Helga Þórs Ingasonar og tekur mið af því að nútíma viðskiptaumhverfi, skipuheildir og samfélag kalla eftir fólki sem hefur færni til að taka þátt í og stjórna verkefnum af öllum toga. SAMNINGATÆKNI OG AFBURÐASTJÓRNUN (SOGA) er fjölbreytt nám sem ætlað er þeim sem vilja í senn öðlast þekkingu, leikni og hæfni á sviði stjórnunar og efla leiðtogahæfileika sína. Námið gagnast í reynd öllum sem hafa getu, metnað og vilja til að sinna því. Það gagnast ekki síst millistjórnendum og stjórnendum innan félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Námið er ætlað áhugasömu og dugmiklu fólk sem hefur vilja til að efla færni sína í starfi og leik. Í náminu kynnast þátttakendur nýjum hugmyndum og áhugaverðu fólki. Við erum framúrskarandi leiðbeinendur með mikinn metnað fyrir þína hönd!

Við lofum áhugaverðu ferðalagi!

Haukur og Helgi


Veldu greiðsluleið sem hentar þér!